Fara í efni

Álfholtsskógur

Akranes

Útivistarsvæði inn í Álfholtsskóg er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga í Hvalfjarðarsveit en aðgengi hefur verið bætt síðastliðin ár og er svæðið skilgreint sem „Opinn skógur“. Gönguleiðir eru víða um svæðið, merkingar hafa verið settar upp og áningarstaðir inn í skóginum eru fjölmargar. Upphaf skógræktar í Álfholtsskóg má rekja til ársins 1939 en í dag má finna yfir 130 tegundir af trjám og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund.

Gönguleiðir um Álfholtsskóg eru fjölbreyttar og krefjandi en aðstaða til að njóta er fyrsta flokks. Áningarstaðir þar sem gestir geta hvílst, borðað nesti eða eingöngu að njóta svæðisins eru til staðar og auk þess eru að finna merkingar víða. Félagar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa gert mjög vel með að merkja leiðirnar og auka aðgengi fyrir göngufólk, með tilkomu brúa og trappa upp hlíðar Álfholtsskógar.

Svæði: Hvalfjörður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Akrafjallsvegur (nr. 51).  

Erfiðleikastig: Auðveld leið og létt leið. 

Vegalengd: 7 km. 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkt leið með skiltum sem vísa leið. 

Tímalengd: 1.30 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Þrep og brýr á gönguleið. 

Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N 64°22.2406 W 021°51.0028. 

GPS hnit endir: N 64°22.2406 W 021°51.0028.