Fara í efni

Akranes gönguleið

Akranes

Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.   

Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.
Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlega
áhugaverður áfangastaður að heimsækja.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 10.36km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 2.15klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu. 

Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes. 

GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki.