Fara í efni

Kirkjufell á Snæfellsnesi

Grundarfjörður

Kirkjufell við Grundarfjörð á Snæfellsnesi er 463m og eitt af sérkennilegustu og fegurstu fjöllum á svæðinu. Sagan segir að það sé mest myndaða fjall landsins og hefur prýtt lista yfir 10 fallegust fjöll heims.  

Jarðlögin í Kirkjufelli þykja einstök og innihalda mikilvægar upplýsingar um jarðfræði á norðanverðu Snæfellsnesi á jökultíma og má sjá mynd af þeim á upplýsingaskilti við þjóðveginn.  

Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem er slitið frá meginfjallgarðinum og tekur það um þrjá klukkutíma. Gengt er á fjallið fyrir góða fjallgöngumenn með staðkunnugum leiðsögumanni en gönguleiðin er ekki stikuð. Ferðafólk er alfarið á eigin ábyrgð hyggist það til uppgöngu en vakin skal athygli á því að gangan er mjög hættuleg og þar hafa bæði orðið mjög alvarleg slys á fólki sem og banaslys. Bannað er að ganga á fjallið frá 1. nóvember - 15. júní vegna sérstaklega hættulegra aðstæðna.