Fara í efni

Súgandisey við Stykkishólm á Snæfellsnesi

Stykkishólmur

Súgandisey við Stykkishólm á Snæfellsnesi var áður eyja við Stykkishólm sem sumir vilja meina að sé ein forsenda þess að í bænum sé blómleg byggð því hún skapi þar einstök hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi.  

Eyjan var tengd við land með landfyllingu og aðstöðu komið upp fyrir Breiðafjarðarferju. Vinsælt er að ganga upp á eyjuna sem er rík af fuglalífi og býður upp á einstakt útsýni yfir Breiðarfjörð og Stykkishólm. 

Viti er uppi á eyjunni. Umhverfi hans, göngustígar, ásamt tröppum upp á eyjuna hafa verið lagfærð.