Fara í efni

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði er stærst vestureyja og hefur alltaf verið þeirra fjölmennust. Í eyjunni er hótel og veitingastaður, mikil
náttúrufegurð og friðsæld. Hafa margir haft á orði að þar sé eins og tíminn standi þar í stað.  

Höfnin var skeifulaga, sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitti var í flestum vindáttum og gengur ferja frá Sæferðum út í eyjuna frá Stykkishólmi. 

Í Flatey er kauptún og fjöldi húsa í eyjunni sem eigendur hafa verið að gera upp. Þar var lengi verslun en árið 1777 varð þar löggildur verslunarstaður og ætíð öflugt athafnalíf.  

Kirkja er í eyjunni, en einnig var þar prestssetur, hraðfrystihús, læknissetur, landsímastöð og póstafgreiðsla. Kirkjan í Flatey er sérstök að því leyti að innan dyra er hún eins og stórt listaverk sem er verk Baltasar listmálara.  

Klaustur var reist í Flatey árið 1172 sem síðar var flutt að Helgafelli á Snæfellsnesi. Heita Klausturhólar þar sem klaustrið stóð og enn sér þar á stóran stein sem á að hafa staðið fyrir utan aðaldyr klaustursins.