Fara í efni

Meðalfellsvatn í Kjós

Mosfellsbær

Meðalfellsvatn í Kjós er kjörið til útivistar. Þar hefur alltaf verið nokkur silungsveiði og jafnvel hefur fólk sett í lax. Handhafar Veiðikortsins hafa leyfi til að veiða í vatninu. Úr Meðalfellsvatni fellur áin Bugða sem rennur í Laxá í Kjós.  

Á vatnasvæði Bugðu eru allar hérlendar ferskvatnstegundir fiska, lax, bleikja, urriði, áll og hornsíli. 

Meðalfellsvatn er einnig áhugaverður staður til fuglaskoðunar. Himbrimar verpa við vatnið og mikill fjöldi straumanda sækir í bitmýslirfur á botni Bugðu, snemma á vorin.  

Fyrir norðan vatnið er bratt fjall, Meðalfell, sem skiptir byggðinni í tvennt á stóru svæði.