Fara í efni

Fuglalíf

Á Krýsuvíkurbergi og Hafnarbergi hreiðra um sig þúsundir sjófugla á hverju sumri. Þeir algengustu eru langvía, álka, stuttnefja, rita, lundi, teista, fýll og skarfur. Krýsuvíkurberg er 50 metra hár og um 57.000 pör hreiðra um sig á þessum klettum. Hæsti punktur Hafnarbergs er 43 metrar og er áætlað að fjöldi sjófugla þar séu um 6.000 pör. Fjórtán kílómetra suðvestur af nesinu er Eldey, ein stæðsta súlubyggð í heiminum. Súlan er stæðsti sjófugl í Norður Atlantshafinu og um 16.000 pör hreiðra um sig á eynni sem er einungis 0,03km² að flatarmáli og 77 metrar á hæð. Á milli meginlandsins og eyjarinnar má einnig sjá höfrunga og hvali. Skúmurinn er algeng sjón á sumrin, hann er hrææta sem hrifsar æti frá öðrum sjófuglum. Frá náttúrunnar hendi er skúmurinn ekki fær um að stinga sér til veiða.

Aðrir algengir fuglar við ströndina eru mávar, eins og sílamávar, hvítmávar og silfurmávar. Krían er algengasti fuglinn á Reykjanesinu og er hann að mestu að finna í Kríuvörpum á Reykjanesoddanum, austur af Grindavík og milli Garðs og Sandgerði. Spóinn sem fjölgar sér á Suðurnesjum, eyðir vetrunum í Afríku og krían flyst á suðurheimskautið. Heiðlóan, tjaldur, og hrossagaukurinn eru farfuglar og eru algengir á svæðinu, á meðan sendlingur er einn af fáu vaðfuglum sem flyst ekki til annara landa á veturnar. Á meðal spörfugla þá eru skógarþröstur og snjótittlingur algengir, einnig er starri á landinu allt árið um kring. Stærsti spörfuglinn er hrafninn.

Æðafuglinn er langalgengasta andartegundin á Íslandi. Á Suðurnesjum þá er æðafuglinn fjárhagslega mikilvægur, því bændur á svæðinu týna verðmætann dúninn úr hreiðrum þeirra. Grágæsinn hreiðrar um sig á láglendinu og álftin er eina tegund svana sem fjölgar sér á Íslandi.