Fara í efni

Blautós Innstavogsnes við Akranes

Akranes

Blautós og Innstavogsnes við Akranes er friðland, auðugt af fuglalífi og vel gróðri vaxið. Það er staðsett norðvestur frá Akrafjalli, rétt við bæjarmörk Akraness. Í voginn rennur Berjadalsá úr Akrafjalli.  

Umhverfið býr yfir fallegu landslagi og athyglisverðum jarðmyndunum frá tímum síðustu ísskeiða. Þar er viðkomustaður Margæsa vor og haust á ferð þeirra milli landa. Blautós og Innstavogsnes gegna mikilvægu upplýsingahlutverki og búa yfir fallegum og fjölbreytilegum landslagsþáttum og afþreyingarmöguleikum.