Fara í efni

Barnaborgir gönguleið

Borgarnes

Barnaborgarhraun er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg. Eldvarp var í miðju hrauni en Barnaborgir eru tveir hraunhólar sem standa í miðju hrauninu. Skemmtilegt útivistarsvæði þar sem gönguleið liggur um hraunið og hægt er að njóta svæðisins, kyrrðinni og fegurð Snæfellsnes og Borgarbyggðar á sama tíma. Barnaborgir eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar Íslands.

Gönguleið um Barnaborgarhraun er greinileg en frá bílastæði eru þrep yfir girðingu en svo blasir við gestum greinilegur slóði sem leiðir gesti inn hraunið. Þegar komið er inn í hraunið taka við mjóir stígar sem geta verið hættulegir en tryggja þarf góðan skóbúnað áður en haldið er inn í hraunið. Þegar komið er að hraunhólunum tekur við smá grjótar undirlag en hægt er að ganga víða um svæðið og njóta umhverfisins, náttúru og kyrrðar sem svæðið hefur uppá að bjóða.  

Staðsetning: Borgarbyggð. 

Upphafspuntkur: Við þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 2.8 kílómetrar 

Hækkun: 107 metrar. 

Merkingar: Nokkrar stikur og nokkrar vörður á leiðinni. 

Tímalengd: 45 mínútur. 

Undirlag: Smá grjót, storknað hraun, stór grjót, þúfur. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta. 

Lýsing: Engin lýsing. 

Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3335 W022°14.9905 

GPS hnit endapunktar: N64°45.3335 W022°14.9905