Söfn og sýningar

Söfn og sýningar standa á gömlum merg hérlendis og víða má sjá mikla fagmennsku í þessum efnum. Flóran er fjölbreytt þannig að allir ættu að geta fundið sér afþreyingu við hæfi. Hver kannast ekki við byggðasöfnin víða um land en margt fleira áhugavert er að sjá og skoða.

Lesa meira

Handverk og hönnun

Hvað viljum við helst að erlendir gestir okkar taki heim með sér, fyrir utan góðar minningar auðvitað? Jú, eitthvað íslenskt – eitthvað ekta. Sama á við um okkur sem erum ferðamenn í eigin landi. Mikil gróska hefur verið í íslenskri hönnun og handverki og það má nálgast og þess má njóta um allt land.

Lesa meira

Gestastofur

Gestastofur hafa víða verið að byggjast upp á síðustu árum, t.d. í tengslum við þjóðgarða. Þar er margháttuðum fróðleik um okkar einstöku náttúru miðlað á einstakan hátt og fléttað saman við staðbundnar upplýsingar, gjarnan með aðstoð margmiðlunartækni.

Lesa meira

Setur og menningarhús

Menningartengd ferðaþjónusta hefur verið mjög vaxandi grein eftir því sem við vöknum betur til vitundar um þennan ómissandi þátt í lífi okkar sem menningin er. Ekki setja að þig úr færi við að njóta menningarupplifunar á ferð þinni um landið.

Lesa meira