Veitinga- og kaffihús

Matur og drykkur eru jafn órjúfanlegur þáttur af ferðalaginu og – ja eiginlega ferðalagið sjálft. Að smyrja sér gott nesti er auðvitað góður og gegn siður en maðurinn lifir samt ekki á brauði einu saman, enda ekki ástæða til í þeirri fjölbreyttu flóru veitingahúsa sem ferðalöngum stendur til boða.

Lesa meira

Beint frá býli

Á síðustu árum hafa aukist verulega möguleikar á að kaupa vörur beint frá bóndanum. Markmið slíkrar starfsemi er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi. Einnig er hvatt til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Lesa meira

Skyndibiti og heimsent

Er pylsa með öllu nema hráum hinn eini og sanni þóðarréttur Íslendinga? Nei varla, en stendur þó alltaf fyrir sínu sem hinn klassíski skyndibiti og nýtur enda stöðugra vinsælda meðal fólks á öllum aldri. En svo er líka margt, margt annað gómsætt á boðstólnum fyrir þá sem vilja góðan mat í erli dagsins.

Lesa meira

Barir- og skemmtistaðir

Ef ætlunin er að gera sér dagamun og gleðjast í góðum hópi er enginn skortur á skemmtilegum stöðum. Þar má líka oft kynnast ferðafólki frá öðrum löndum, skiptast á góðum sögum og hlæja saman. Oftar en ekki er einnig lifandi tónlist sem lífgar enn upp á stemmninguna.

Lesa meira