Hótel

Þegar gera á virkilega vel við sig eru hótel hin augljósi valkostur. Hótel eru hins vegar af ýmsum stærðum og gerðum þannig að hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við mælum að sjálfsögðu með hótelum sem taka þátt í stjörnuflokkun Vakans.

Lesa meira

Gistiheimili

Fátt er vinalegra en dvöl á góðu gistiheimili. Þau bjóða oft á tíðum upp á afslappað og notalegt andrúmsloft, sem er jú einmitt það sem við sækjumst eftir í fríum. Gistiheimili hafa kost á að taka þátt í stjörnuflokkun gististaða og þar má ganga að gæðunum vísum.

Lesa meira

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði njóta sívaxandi vinsælda enda kunna Íslendingar vel að meta frjálsræðið sem þeim fylgir. Hér þarf ekki langrar skipulagningar við, bara kíkja á veðurspána og bruna þangað sem hugurinn girnist. Auðvelt er líka að velja sér tjaldsvæði með þjónustu við hæfi.

Lesa meira

Bændagisting

Hátt í 200 ferðaþjónustubæir starfa innan vébanda Ferðaþjónustu bænda um land allt sem bjóða upp á fjölbreytta gistingu, afþreyingu sem hentar öllum og máltíðir að hætti heimamanna. Gistingin er fjölbreytt, t.d. gistihús, sveitahótel, heimagisting og sumarhús.

Lesa meira

Hostel og farfuglaheimili

Ein mesta ánægjan við ferðalög er að kynnast fólki frá mismunandi löndum og óvíða er flóra ferðamanna fjölbreyttari en á hostelum. Þau eru sérlega vinsæl hjá ungu fólki en henta  ekki síður fjölskyldum. Stærsta keðja hostela hérlendis nefnast farfuglaheimili, rúmlega 30 gististaðir, og starfa innan Hostelling International samtakanna.

Lesa meira

Sumarhús og bústaðir

Langar þig í góða aflöppun á friðsælum stað? Þá getur verið góður kostur að leigja sumarhús eða lítinn bústað farri skarkala hins daglega lífs. Einnig eru bústaðir oft hagkvæmur gistimáti ef fleiri eru að gista saman. Sumir eru einfaldir en aðrir vel búnir, t.d. með heitum potti og fleiri þægindum.

Lesa meira

Fleiri gistimöguleikar

Leitaðu í stærsta gagnagrunni íslenskrar ferðaþjónustu og finndu þér gistingu við hæfi um allt land.

Gæðavottun gististaða

Allir gististaðir á Íslandi sem eru með tilskilin leyfi geta sótt um gæðavottun Vakans sem skiptist þannig að stjörnuflokkun er fyrir hótel, með superior möguleika fyrir þriggja til fimm stjörnu,  en aðrir gististaðir fá gæðavottun. 

Gistiflokkarnir eru eftirtaldir: Hótel, gistiheimili, heimagisting, hostel, orlofshús-íbúðir, tjaldsvæði.
Allar nánari upplýsingar um gæða- og umhverfisvottun Vakans er að finna á vakinn.is