Sund og jarðböð

Jarðhitinn og heita vatnið er ein mesta auðlind Íslendinga og því ekki furða að sund og jarðböð eru samkvæmt öllum könnunum sú afþreying sem landsmenn sækja mest í. Sundlaugar landsins eru að sönnu margar og misjafnar, allt frá einföldum stöðum fjarri alfaraleið að fjölsóttum glæsilaugum.

Lesa meira

Golf

Vinsældir golfsins vaxa ár frá ári enda. Einn af höfuðkostum golfsins er að það hentar öllum, háum sem lágum ungum jafnt sem gömlum. Í golfinu getur því öll fjölskyldan sameinast í hollri hreyfingu og útivist. Einboðið er að taka golfsettið með þegar haldið er í ferð um landið og prófa nýja velli.

Lesa meira

Á sjó...

Sú staðreynd að ísland er eyja býður upp á endalausa möguleika á afþreyingu tengda fjörunni og sjónum. Ekki þarf að fara langt frá landi til að komast í návígi við hvali, seli og fugla. Þá hefur færst í vöxt að byggð sé upp aðstaða þannig að hægt sé að kynnast lífinu í sjónum frá landi.

Lesa meira

Fyrir eigin vöðvaafli

Hreyfing er okkur öllum nauðsynleg og fátt betra en að geta sameinað holla hreyfingu og skemmtilegt ferðalag. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á lengri og styttri skipulagðar ferðir þar sem vöðvaaflið fær að njóta sín.

Lesa meira

Jöklar og hálendið

Ein af sérstöðum Íslands er hið auðvelda aðgengi sem hér er að jöklum og ósnortnum víðernum. En aðgát skal höfð þegar ferðast er utan alfaraleiða því hætturnar leynast víða. Því er um að gera að nýta sér þjónustu kunnáttufólks á þessu sviði sem býður upp á ferðir með leiðsögn

Lesa meira

Vatnafjör

Enginn skortur er á vatnsföllum á Íslandi og þau eru til margra hluta nytsamleg. Flúðasiglingar freista þeirra sem þrá fjör og spennu og þær geta sannarlega komi adrenalíninu af stað. En þeir sem kjósa meiri ró og yfirvegun hafa einnig úr ýmsum kostum að velja.

Lesa meira