Þjónusta og ævintýri

Endalaus ævintýri og úrvals þjónusta. Þannig viljum við að íslensk ferðaþjónusta lifi í minningunni hjá gestum okkar. En sama á einnig við um okkur sem ferðamenn í eigin landi. Fullyrða má að gisting og önnur þjónusta er afbragðsgóð um allt land enda nýta Íslendingar sér hana í ríku mæli. Þegar kemur að dægradvöl hvers konar skortir heldur ekki valkostina og í raun helst ímyndunaraflið sem setur okkur skorður í þeim efnum.

Leitið og þið munið finna...

Vantar þig hjálp við að skipuleggja ferðalagið? Finndu ævintýri og þjónustu um allt land með því að nota leitarmöguleikana hér að neðan. Yfir 3.000 ferðaþjónustuaðilar og 700 áhugaverðir staðir.

Gisting

Dagsferðir eru skemmtilegar en gisting er samt sem áður grundvallaratriði í góðu ferðalagi. Allir ættu að geta fundið gistingu við hæfi um allt land, sama hvort fólk kýs fínustu hótel eða einfaldari aðstöðu. Tjaldsvæði njóta líka sívaxandi vinsælda.

Lesa meira

Menning og listir

Íslendingar geta verið stoltir af uppruna sínum og menningu enda miðlum við þessum þáttum til gesta okkar með fjölbreyttum hætti. Um allt land hafa á síðustu árum sprottið upp skemmtileg söfn, gallerí og gestastofur sem bjóða fjölbreyttan fróðleik.

Lesa meira

Matur og drykkur

Veitingahúsaflóran á Íslandi er margbreytileg. Við þurfum jú öll að næra okkur og gómsætur matur fer einn og sér langt með að bjarga deginum. Njótum ógleymanlegra matarupplifana á ferðum okkar um landið og við komum ríkari heim.

Lesa meira

Afþreying

Sund, gönguferð eða golf? Þitt er valið. Valkostirnir eru reyndar miklu, miklu fleiri og við skorum á þig að kynna þér hvað er í boði. Um allt land bíða eftir þér spennandi staðir og fólk sem er tilbúið að leiða þig í allan sannleika um leyndardómana á sínu svæði.

Lesa meira