Göngum um Ísland

Gönguferðir eru holl og góð skemmtun sem nýtur sívaxandi vinsælda hjá fólki á öllum aldri. Mjög víða er búið að merkja og stika lengri og skemmri gönguleiðir, ýmist á vegum sveitarfélaga, ferðafélaga eða annarra félagasamtaka. Upplýsingar um slíkt er víða að finna, bæði á prentuðum kortum og vefnum. Þar má sem dæmi benda á göngulýsingar stóru ferðafélaganna tveggja, Ferðafélags Íslands og Útivistar, á nokkrum vinsælum leiðum. Þá má minnast á hið sniðuga gönguleiðaapp Wapp-Walking app sem hefur að geyma safn GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi.

Skipulagðar gönguferðir

Fjölmargir aðilar bjóða upp á skipulagðar gönguferðir, allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Upplýsingar um þessa aðila má finna í gagnagrunni Ferðamálastofu.

Notum stíga þar sem þeir eru

Heimilt er að fara gangandi um óræktað land. Styttum okkur ekki leið yfir afgirt land, tún eða einkalóðir og virðum reglur um umferð á svæðum þar sem verið er að vernda dýralíf og gróður. Fylgjum merktum göngustígum. Stígarnir eru gerðir til þess að auka öryggi fólks og vísa því rétta leið og draga úr álagi á viðkvæma náttúru.

Landeigendum ber að tryggja að ferðamenn komist meðfram vatnsbökkum og strönd og eftir þjóðleiðum og skipulögðum stígum. Við farartálma skulu vera prílur eða hlið. Umferð um vötn og ár er háð leyfi rétthafa. Vatnsbakkar og hólmar eru oft mikilvæg búsvæði og því ber að ganga þar um af gætni.

 • 0_THJORSARVER_07.jpg
 • IMG_4758.JPG
 • IMG_4694LL.jpg
 • Strutur.png
 • 01_kerling_6.jpg
 • DSC04022.jpg
 • 20080717-IMG_8330.jpg
 • Dyrfjöll.JPG
 • IMG_1768.jpg
 • IMG_1503.jpg
 • IMG_1503.jpg
 • Svinafellsjokullagust09-1069.jpg
 • 5c.JPG
 • 2a.JPG

mundu að segir fátt af einum