Náttúra og útivist

Náttúran er helsta aðdráttarafl þeirra sem ferðast um landið. En hver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland? Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess án sérstaks leyfis svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu. 

Sumir ferðamenn leita á náðir náttúrunnar til að finna frið og ró meðan aðrir sækja þangað ævintýri og spennu. Með auknum straumi ferðamanna er viðbúið að leiðir þessara hópa skarist í auknum mæli. Sýnum tillitssemi við aðra á ferðum okkar svo að komist verði hjá árekstrum.

Náttúruverndarsvæði

Perlur íslenskar náttúru eru sannarlega margar og þær er að finna um allt land. Sérstaklega er vert að gefa gaum að svæðum sem njóta verndar en gæta þess jafnframt að fara að reglum sem um þau gilda.

Lesa meira

Umgengni við landið

Mikilvægt er að ferðafólk sé vakandi fyrir góðri umgengni við landið því aðeins þannig tryggjum við komandi kynslóðum sömu eða betri upplifun en við sjálf fáum notið.

Lesa meira

Gönguferðir

Að reima á sig skóna og labba af stað hljómar ekki sem sérlega flókin athöfn, enda er hún það ekki. Samt sem áður er að ýmsu að hyggja þegar gönguferðir eru annars vegar.

Lesa meira

Veður

Ef eitthvað er ófyrirsjáanlegt á Íslandi þá er það líklega blessað veðrið. En sígildur er líka brandarinn að ef þér líki ekki veðrið þá sé bara að bíða í 5 mínútur.

Lesa meira

Fróðleiksmolar

Hér gætu leynst upplýsingar sem þú vissir ekki en hefur alltaf langað að vita, nú eða þá upplýsingar sem þú vissir ekki að þig langaði að vita ;)

Lesa meira

Hæst, stærst, lengst

Einfaldar staðreyndir standa alltaf fyrir sínu. Flestir vita jú að Hvannadalshnjúkur er hæstur en hver er stærsta eyja við Ísland?

Lesa meira

Leitið og þið munið finna....

Vantar þig hjálp við að skipuleggja ferðalagið? Finndu ævintýri og þjónustu um allt land með því að nota leitarmöguleikana hér að neðan. Yfir 3.000 ferðaþjónustuaðilar og 700 áhugaverðir staðir.