Fara í efni

Jógahátíð á Þingeyr

Til baka í viðburði
Hvenær
1.- 2. ágúst
Hvar
Þingeyri
Klukkan
11:00-18:00

Jógahátíð á Þingeyr

Létt og skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna um Verslunarmannahelgina. Blábankinn býður á opna viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem aldnir, forvitnir jafnt sem lengra komnir. FRÍR AÐGANGUR.

LAUGARDAGUR, 1. ágúst

11:00-12:00 Krakkajóga
Jóga fyrir börn á öllum aldri (foreldrar og forráðamenn velkomnir með). Áhersla á að hafa gaman með jógastöðum og leikjum sem hæfa öllum börnum. Staðsetning: Á bak við kirkjuna.
 
15:00-16:00 Jóga fyrir eldri borgara
Farið er hægt og rólega í æfingar og unnið með styrk, liðleika, teygjur, öndun og jafnvægi. Tekið er mið af hreyfigetu og þörfum hvers og eins. Staðsetning: Á bak við kirkjuna.
 
17:00-18:00 Rólegt jóga og slökun
Í þessum tíma er lögð áhersla á að gera öndunaræfingar til að róa taugakerfið og mjúkar liðkandi jógaæfingar og teygjur til að losa um spennu og streitu í líkamanum. Staðsetning: Víkingaþorpið.
 
SUNNUDAGUR, 2. ágúst
 
11:00-14:00 Jóga á Sandafelli
Við göngum saman upp á Sandafell og gerum léttar jógaæfingar á toppnum á meðan við njótum útsýnisins. Hentar þeim sem eru í góðu gönguformi.
 
15:00-16:00 Rólegt jóga og slökun
Í þessum tíma er lögð áhersla á að gera öndunaræfingar til að róa taugakerfið og mjúkar liðkandi jógaæfingar og teygjur til að losa um spennu og streitu í líkamanum. Staðsetning: Á ströndinni við Sementsverksmiðjuna.
 
16:30-17:30 Krakkajóga
Jóga fyrir börn á öllum aldri (foreldrar og forráðamenn velkomnir með). Áhersla á að hafa gaman með jógastöðum og leikjum sem hæfa öllum börnum. Staðsetning: Við Simbahöllina.

18:00 Hressing í Blábankanum
Staðsetning: Fjarðargata 2
-

Aðrir viðburðir