Fara í efni

Þvert yfir Vestfirði

Til baka í viðburði
Hvenær
29. apríl - 2. maí
Hvar
Klukkan

Þvert yfir Vestfirði

Ferðalag um víðerni Vestfjarða, þar sem gengið er á skíðum þvert yfir Glámuhálendið og gist í tjöldum í tvær nætur. Hér er upplagt tækifæri til að læra að ferðast að vetri til með allt sitt hafurtask og hvernig hægt er að hafa það notalegt undir tryggri leiðsögn leiðsögumanna Borea. 

Frábæra gönguskíðaferð þvert yfir Glámuhálendið þar sem gengið verður úr botni Álftafjarðar suður í Vatnsfjörð á Barðaströnd. Að sjálfsögðu endað í náttúrulauginni við Flókalund.

Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi og með reynslu af því að ganga á skíðum.

Leiðin er um 55-60 km með talsvert brattri hækkun í byrjun en seinni hluti leiðarinnar er mikið niður í móti.

Allar frekari upplýsingar og bókanir má finna hjá Borea Adventures.

Aðrir viðburðir