Fara í efni

Gamanmyndahátíð Flateyrar

Til baka í viðburði
Hvenær
13.-16. ágúst
Hvar
Flateyri
Klukkan

Gamanmyndahátíð Flateyrar

Gamanmyndahátíð Flateyrar er án efa fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands og þó víðar væri leitað. Hátíðin verður haldin í fjórða skiptið dagana13-16 ágúst árið 2020. Þar verða sýndar gamanmyndir frá öllum heimshornum auk þess sem boðið verður upp á leiksýningar, uppistand, tónleika og matarveislur þar sem húmorinn ræður för. Hátíðin fer fram á Flateyri, Hollywood norðursins, en segja má að þorpið sé algjör kvikmyndabær, þar sem fjöldi íslenskra kvikmynda hafa nýtt sér þorpið sem leikmynd auk þess að það er kvikmyndagerðarmaður búsettur í nánast öðru hverju húsi í þorpinu.

Aðrir viðburðir