Fara í efni

Svavar Knútur á Vagninum

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 16 júní
Hvar
Vagninn Flateyri
Klukkan
21:00

Svavar Knútur á Vagninum

Svavar Knútur söngvaskáld vitjar sinna æskuslóða og heldur tónleika á heitasta staðnum á Vesturströndinni, Vagninum goðsagnakennda á Flateyri, 16. júní næstkomandi. Á dagskrá verða bæði sígild íslensk sönglög og efni úr ranni söngvaskáldsins eins og trúbadora er von og vísa frá fornu fari.
Ekki er við öðru að búast en að það verði fagnaðarfundir þegar Svavar Knútur stígur á svið, þar sem fráhvarfseinkenni plaga alla þá sem einu sinni hafa leikið á Vagninum og Flateyringar eru annálaðir fyrir höfðinglegar móttökur og gestrisni.

Miðaverð er litlar 2.500 krónur og er forsalamiða hér.

2.500 kr.

Aðrir viðburðir