Fara í efni

Skrifað á heimaslóð - ritlistarnámskeið á Menningarhátíð Dunhaga sumarið 2022

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 25 júní
Hvar
Tálknafjörður
Klukkan
10:00-16:59

Skrifað á heimaslóð - ritlistarnámskeið á Menningarhátíð Dunhaga sumarið 2022

Ritlistarnámskeiðið  Skrifað á heimaslóð er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að skrifa hvort heldur eru minningar, skáldskapur eða ljóð. Námskeið fer fram í Tálknafirði laugardaginn 25. júní kl. 10.00 - 16.00 og er opið öllum frá 16 ára aldri. Engar kröfur eru gerðar um undirbúning eða sérstaka þekkingu á ritlist. Tveir kennarar munu leiða þátttakendur í allan sannleika um möguleika skapandi skrifa. 

Anton Helgi Jónsson ljóðskáld og Dagný Maggýjar Gísladóttir stjórna námskeiðinu. Anton Helgi er eitt af fremstu ljóðskáldum landsins og hefur gefið út margar ljóðabækur og annan skáldskap. Nýjasta ljóðabók hans heitir Þykjustuleikarnir. Dagný Maggýjar Gísladóttir hefur skrifað þrjár bækur m.a. Á heimsenda sem fjallar um móður hennar. 

Skrásetning á námskeiðið fer fram á netfanginu agnarska@gmail.com 

15.000

Aðrir viðburðir