Fara í efni

List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna

Til baka í viðburði
Hvenær
25. júní - 3. júlí
Hvar
Klukkan
14:00-17:00

List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna

List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna er viðburður þar sem listafólk kemur saman og vinnur að
umhverfislistum í landi Alviðru í Dýrafirði.

Opnun sýningar í Fjárhúsunum og kynning þáttakenda verkefnisins er laugardaginn 25.júní kl. 14-17.

Laugardaginn 2.júlí er svo opnun sýning á umhverfislistaverkum.

Fjárhúsasýningin stendur til 3.júlí og umhverfislistasýningin stendur fram á haust.

List í Alviðru 2022 er menningarverkefni með þemað við sjávarsíðuna. þar sem lögð áhersla á
samstarf listamanna í gerð umhverfislistaverka sem verða staðsett við sjávarsíðuna og á holtunum
neðan við þjóðveginn í landi Alviðru í Dýrafirði. Þar koma saman listamenn frá Vestfjörðum og
listamenn frá Norðurlandi tengdir svæðinu og starfa saman í blönduðum listmiðlum og því sem
náttúran gefur. Boðið verður til listýningu í Fjárhúsinu á meðan verkefninu stendur og
umhverfislistasýningu í lokin sem verða til sýnis út september.

Enginn aðgangseyrir

Aðrir viðburðir