Fara í efni

Leiksýning: Góðan daginn faggi

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 29 september
Hvar
Skjaldborg
Klukkan
20:00

Leiksýning: Góðan daginn faggi

Leikhópurinn Stertabenda mun sýna sýningu sína Góðan daginn faggi í Skjaldborg á Patreksfirði 29. september kl. 20 og verður boðið upp á stuttar umræður að sýningu lokinni. Góðan daginn faggi sló sannarlega í gegn í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum. Sýningin fer í leikferð um landið í haust þar sem verður bæði boðið upp á sýningar fyrir almenning og boðssýningar fyrir elstu bekki grunnskóla. Ferðalagið er framkvæmt í góðu samstarfi við Þjóðleikhúsið og List fyrir alla.

Góðan daginn faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað. Sýningin er byggð á dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum til dagsins í dag. Bjarni er alinn upp á Tálknafirði og var sýningin forsýnd þar sumarið 2021. Síðan þá hefur sýningin þróast og meðal annars bæst við nýtt lag.

Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

4900 kr.

Aðrir viðburðir