Fara í efni

Kaldalónstónleikar í Dalbæ

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 31 júlí
Hvar
Dalbær 401 Ísafjörður
Klukkan
15:00-17:00

Kaldalónstónleikar í Dalbæ

Kaldalónstónleikar verða í Dalbæ laugardaginn 31. júlí kl 15. Minningarsjóður Sigvalda Kaldalóns stendur að tónleikunum í samstarfi við Snjáfjallasetur til að minnast 75 ára afmælis útgáfu á verkum tónskáldsins. Hallveig Rúnarsdóttir sópran flytur margar helstu perlur Kaldalóns. Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó. Einnig koma fram Dúllurnar, tveggja kvenna stórsveit sem flytur létt efni af ýmsu tagi. Íris Björg Guðbjartsdóttir leikur á gítar og Salbjörg Engilbertsdóttir leikur á slagverk og báðar syngja. Ávörp flytja Sigvaldi Snær Kaldalóns og Gunnlaugur A. Jónsson.

 

 

Aðrir viðburðir