Fara í efni

Hörmungardagar á Hólmavík

Til baka í viðburði
Hvenær
26.-28. febrúar
Hvar
Hólmavík
Klukkan

Hörmungardagar á Hólmavík

Á hátíðinni er áhersla lögð á það sem aflaga hefur og getur farið og glímt við margvísleg vandamál og áskoranir sem fólk á Ströndum og heimurinn í heild sinni stendur frammi fyrir. Veturinn er kjörinn tími fyrir slíka þemavinnu og hátíðin er þess vegna haldin í febrúar, áður en vorið lætur á sér kræla.

Ýmislegt frekar erfitt, dapurlegt og jafnvel bragðvont verður á dagskránni. Svo eru veðurguðirnir vísir með að setja strik í alla útreikninga. Það er óttalegt vesen að skipuleggja allar þessar hörmungar, því er betra að fylgjast vel með á facebook síðu Hörmungadaga, dagskrá hátíðarinnar og allar frekari upplýsingar ættu að birtast þar, ef veður leyfir! 

 

Aðrir viðburðir