Fara í efni

Hljómsveitin GÓSS á FLAK - Frítt inn

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 16 júlí
Hvar
Eyrargata, Patreksfjörður
Klukkan

Hljómsveitin GÓSS á FLAK - Frítt inn

Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt, en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nýlega kom síðan út ábreiða af laginu Sólarsamba og hefur hún vægast sagt slegið í gegn á öldum ljósvakans sem og annars staðar.

Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa kvöldstund fyrir tónleikagesti

*Það er frítt inn í boði Lionsklúbbs Patreksfjarðar
og hefjast tónleikar kl. 20:30!

Við mælum með því að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti og þeir sem hafa í hug á að gæða sér á súpu fyrir tónleikana þá er hægt að panta borð fyrir kl. 18:00 sama dag.

Frítt inn í boði Lionsklúbbs Patreksfjarðar

Aðrir viðburðir