Fara í efni

Gönguhátíð í Súðavík 10 ára um verslunarmannahelgina 2024 😊

Til baka í viðburði
Hvenær
1.- 5. ágúst
Hvar
Súðavík
Klukkan
20:00

Gönguhátíð í Súðavík 10 ára um verslunarmannahelgina 2024 😊

Fimmtudagur 1.ágúst – hittingur á Melrakkasetrinu hefst kl.20:00, hægt er að panta mat á setrinu í síma 456-4922

Föstudagur 2. ágúst

Skötufjarðarheiði

Gengið er upp úr Skötufirði upp Grjótargilið og yfir Skötufjarðarheiði og niður í Heydal í Mjóafirði. Þar er hægt að kaupa kaffi og meðlæti, fara í sund eða pott og njóta lífsins.

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík.

Vegalengd er um 14 km, áætlaður göngutími 6 tímar, hækkun um 550m, 2 skór

Brenna fyrir neðan Súðavíkurskóla kl. 20:30

Laugardagur 3.ágúst

Fjallið Bessi í Álftafirði – fyrir ofan Meiri Hattadal

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík

Vegalengd 12,5 km, 640 m hækkun, áætlaður göngutími 5 -6 klukkustundir, 2 skór.

Opið grill í Raggagarði – allir mæta með grillkjöt og meðlæti og eigin drykki frá kl 18:00 – 20:00

Sveitarball/diskó í Samkomuhúsinu í Súðavík 20:30 – 24:00 ? Allir mæta með eigin drykki

Sunnudagur 4.ágúst

Kofri

Hið fallega fjall Kofri fyrir ofan Súðavíkcity😊

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: vegna Kofra: kl 11:00 frá búðinni í Súðavík.

Áætlaður göngutími 3 -5 klukkustundir, 2 -3 skór.

Mánudagur 5.ágúst

Æðey

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík, sameinast í bíla og þaðan farið niður á bryggju og siglt út í Æðey, gengið um eyjuna með Jónasi Kristjáni sem þekkir eyjuna mjög vel. Endilega að taka með sér nesti út í eyjuna.

Áætlaður göngutími 1 – 2 klukkutímar, 1 skór

 

Vakin er athygli á því að skráning í göngurnar þarf að liggja fyrir í síðasta lagi miðvikudaginn 31.júlí. Morgunmatur verður alla daga í Kaupfélaginu (verslun) – er innifalinn ef keyptur er pakki með öllum ferðunum. Upplýsingar um göngurnar og farastjórn er á Facebook síðu gönguhátíðar.

Verð í göngur á Gönguhátíðinni eru eftirfarandi:

Ef keyptur er aðgangur í allar göngurnar er verðið kr. 20.000.- og er þá innifalið morgunmatur í búðinni alla göngudagana, brenna og ball í Samkomuhúsinu Súðavík.

Hægt er að kaupa stakar göngur á 5000.-kr hverja ferð.

Þátttakendur mæta í göngur á eigin ábyrgð og er bent á að hafa ferða- og slysatryggingar í lagi. Almennir fyrirvarar gilda um göngur út frá veðri og aðstæðum. Ef fella þarf niður göngur vegna veðurs eða aðstæðna verður stefnt á að hafa aðrar göngur í staðinn ef hægt er.

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir s.893-4985, Ólafur Elíasson s.821-1152 og Sigurður Kjartansson s.897-4542.

Einnig veita upplýsingar: Bragi Þór Thoroddsen s. 868-9272

Hægt er að greiða fyrir göngurnar inn á reikning Göngufélags Súðavíkur. Senda kvittun á: annalind@sudavikurskoli.is

Reiknisnúmer: 0154-05-420900, kt:440304-4190

20000

Aðrir viðburðir