Fara í efni

Góðan daginn faggi í Edinborgarhúsinu

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 28 september
Hvar
Aðalstræti 7, Ísafjörður, Iceland
Klukkan
20:00-22:00

Góðan daginn faggi í Edinborgarhúsinu

Góðan daginn faggi sló sannarlega í gegn í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum. Sýningin fer í leikferð um landið í haust þar sem verður bæði boðið upp á sýningar fyrir almenning og boðssýningar fyrir elstu bekki grunnskóla.
 
Sýnt verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 28. september kl. 20 og verður boðið upp á stuttar umræður fyrir áhugasama að sýningu lokinni.
 
Góðan daginn faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.
 
Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.
 
 
 
Sýningin í Edinborgarhúsinu er með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Leikferðalag sýningarinnar er samstarf leikhópsins Stertabendu, Þjóðleikhússins og Samtakanna 78.

Aðrir viðburðir