Fara í efni

Gísli á Uppsölum á Menningarhátíð Dunhaga sumarið 2022

Til baka í viðburði
Hvenær
17.-18. júní
Hvar
Café Dunhagi Tálknafirði
Klukkan
20:00-22:59

Gísli á Uppsölum á Menningarhátíð Dunhaga sumarið 2022

Gísli á Uppsölum

Einstaklega áhrifamikið verk sem snertir okkur öll

Sýningartími: 50 mín

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Leikurinn hefur verið sýndur yfir 100 sinnum í Þjóðleikhúsinu og um land allt.

Einstaklega áhrifamikið verk sem snertir okkur öll

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Dramatúrg: Símon Birgisson

Tónlist: Svavar Knútur

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Leikurinn hefur fengið lofsamlega dóma gangnýrenda:

,,Trúðleikur er að sönnu í kennsluskrá Kómedíuskólans og Elfar Logi nær áreynslulaust sambandi við salinn þegar hann kærir sig um. En að sjá hann horfa inn á við og teikna upp umhverfi og viðmælendur með augunum er fallegt dæmi um list leikarans.

Það er hlýja og heiðarleiki í túlkun Kómedíuleikhússins á lífi þessa fræga nærsveitunga. Leikhúsaðferðir eru valdar af kostgæfni og þeim beitt af öryggi. Útkoman er falleg og snertir mann. Þannig á það að vera." ****

Morgunblaðið - Þorgeir Tryggvason

2500 kr

Aðrir viðburðir