Fara í efni

GALLERÍ ÚTHVERFA / OUTVERT ART SPACE : VERK EFTIR GABRÍELU FRIÐRIKSDÓTTUR

Til baka í viðburði
Hvenær
18. júlí - 2. ágúst
Hvar
Aðalstræti 22, Ísafjörður
Klukkan
16:00-18:00

GALLERÍ ÚTHVERFA / OUTVERT ART SPACE : VERK EFTIR GABRÍELU FRIÐRIKSDÓTTUR

FEROCIOUS GLITTER II 23.5 – 22.8 2020


Einar Þorsteinn - 23.5 – 7.6
Eyborg Guðmundsdóttir - 11.6 – 24.6
Hreinn Friðfinnsson/Sólon Guðmundsson – 27.6 – 12.7
Gabríela Friðriksdóttir 18.7 – 2.8

Donald Judd 8.8 – 22.8

 

Ferocious Glitter II er seinni hlutinn í röð tíu tveggja vikna sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Fyrri hluti seríunnar fór fram sumarið 2019 og þá voru sýnd verk Peter Schmidt, Svövu Skúladóttur, Ingólfs Arnarssonar, Karin Sander og Rögnu Róbertsdóttur. Sýningarnar tengjast allar Ísafirði og menningar- og listasögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison. Hraðar skiptingar sýninganna eru að hluta til svar við árstíðabundnum sviftingum á norlægum slóðum þar sem sumarkoman með vaxandi dagsbirtu glæðir íbúana auknum krafti og sköpunargleði. Þessi orka er endurspegluð í örum skiptingum í bland við sterkan fókus sýningarrýmisins og miðar að því að skapa kraftmiklar aðstæður sem auðvelda skoðun sagna og samtímaverka í návígi en með víðtækari vitund um tengsl bæjarins við sköpunina sem hann hefur alið.

Gabríela Friðriksdóttir heimasíða: www.gabriela.is

https://www.facebook.com/events/1407331552792862/

OUTVERT ART SPACE / Gallerí Úthverfa

opið fimmtudaga - laugardaga 16 - 18 og eftir samkomulagi 

ArtsIceland - Aðalstræti 22 - 400 Ísafjörður

Ókeypis

Aðrir viðburðir