Fara í efni

Tröllakirkja í Dritvík

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 7 ágúst
Hvar
Dritvik Djúpalónssandur
Klukkan
13:00-15:30

Tröllakirkja í Dritvík

Gengið er niður á Djúpalónssand yfir til Dritvíkur. Bárður Snæfellsás og félagar komu skipu sínu á Dritvíkurpollinn og er þeir gengu á land fóru þeir í klett einn og báðu til heilla sér. Síðan er klettur þessi nefndur Tröllakirkja. Tröllakirkja er klettur vestast í Dritvíkinni. Í góðu skyggni blasir Snæfellsjökull við í glugga kirkjunnar. Einungis er gengt fram í Tröllakirkju um stórstraumsfjöru.

Brottför er frá bílastæðinu við Djúpalónssand.
Lengd: um 2 -3 klst.
Leiðsögumaður: Sæmundur Kristjánsson frá Rifi.

Verið klædd eftir veðri og vel skóuð.

Nánari upplýsingar í s. 436 6888.


Allir velkomnir
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Aðrir viðburðir