Fara í efni

Sturluhátíð 2022

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 13 ágúst
Hvar
Staðarhóll, Dalabyggð, Western Region, Iceland
Klukkan
13:00-15:00

Sturluhátíð 2022

Sturluhátíð 2022 og söguganga um Staðarhól

Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. ágúst nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum.
Hátíðin hefst með um klukkustundar sögugöngu um Staðarhól, en heldur síðan áfram í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum og verða bornar fram kaffiveitingar.

Dagskrá:

Kl. 13:00 - Söguganga á Staðarhóli

Fornleifafræðingarnir Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir segja frá staðnum, staðháttum og rannsóknum sem þar fara fram.

Kl. 14:00 - Sturluhátíð í Tjarnarlundi

  1. Einar K. Guðfinnsson formaður Sturlufélagsins, setur hátíðina og minnist frumkvöðulsins Svavars Gestssonar.
  2. Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur: Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun. Rannsóknir tengdar verkefninu Ritmenning íslenskra miðalda.
  3. Einar Kárason rithöfundur: „Í fornsögum falla öll vötn til Breiðafjarðar“
  4. Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Tumi Torfason annast tónlistarflutning á milli dagskráratriða.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og eru allir velkomnir.
Sturlufélagið býður kaffiveitingar að hætti heimamanna.

Frítt

Aðrir viðburðir