Fara í efni

Skálholtstríóið í Akraneskirkju

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 22 ágúst
Hvar
Akraneskirkja, Skólabraut, Akranes
Klukkan
14:00-15:00

Skálholtstríóið í Akraneskirkju

Skálholtstríóið, eins og nafnið gefur til kynna, tengist Skálholti en þar hafa þeir félagar spilað mikið saman síðustu ár við hinar ýmsu kirkjuathafnir. Í kjölfarið ákváðu þeir að mynda formlegt tríó og hafa haldið tónleika víða um land
Tríóið skipa þeir Jón Bjarnason sem leikur á orgel og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhanni Stefánsson leika á trompet.

Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er m.a. að finna verk eftir J.S Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana ofl.

Aðrir viðburðir