Fara í efni

Nætur-Galin- Opnun sýningar í Akranesvita

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 10 júní
Hvar
Akranesviti
Klukkan
16:00

Nætur-Galin- Opnun sýningar í Akranesvita

Angela er listrænn verkefnastjóri barnastarfs sumartónleikanna í Skálholti. Hún hefur mikið unnið við að setja upp skapandi listasmiðjur fyrir fjölskyldur og hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir hugmyndir að listasmiðjum fyrir börn. Hún er kennari, móðir og menntuð myndlistarkona,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni verða til sýnis olíumálverk eftir Angelu en einnig sýnir hún afrakstur myndlistarsmiðju fyrir úkraínskar fjölskyldur sem fór fram í Grundaskóla í maímánuði. Sýningin verður opin í mánuð og aðgengileg á opnunartíma Akranesvita.

Benedikt Kristjánsson og María Konráðsdóttir mun við sýningaropnun flytja tónlist. Þau eru bæði þekkt á sviði klassískrar tónlistar. Benedikt hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin þrisvar sinnum og er einn þekktasti á sínu sviði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sjá nánar í Skessuhorninu 

Aðrir viðburðir