Fara í efni

Loksins eftirhermur - Sóli Hólm á Heim í Búðardal 2022

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 1 júlí
Hvar
Miðbraut 8, Búðardalur, Iceland
Klukkan
20:00-21:30

Loksins eftirhermur - Sóli Hólm á Heim í Búðardal 2022

Eftirherman og skemmtikrafturinn Sóli Hólm mætir á bæjarhátíðina Heim í Búðardal með sýninguna "Loksins eftirhermur".
Sýning verður í félagsheimilinu Dalabúð föstudaginn 1. júlí 2022 kl. 20:00.
 
Miðasala verður í Dalabúð kl.17-18 á föstudeginum 1. júlí og við hurðina fyrir viðburð - athugið að miðasala lokar á slaginu 20:00, svo mætið tímanlega!
Verð: 5.500 kr.-
 
Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi í allan vetur í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Í sýningunni bregður Sóli sér í líki þjóðþekktra Íslendinga meðan hann gerir upp líf sviðslistamannsins í heimsfaraldri.
Sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur og því mikil eftirvænting að fá Sóla til okkar í Dalabyggð.
 
Gott og vel ef þú fórst ekki að sjá eldgosið, en þú vilt ekki vera týpan sem fór ekki að sjá "Loksins eftirhermur" með Sóla Hólm!
5.500 kr.-

Aðrir viðburðir