Fara í efni

Lokatónleikar Reykholtshátíðar; "Ingibjörg Ýr og Brahms"

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 25 júlí
Hvar
Reykholt, Borgarfirði
Klukkan
16:00-17:00

Lokatónleikar Reykholtshátíðar; "Ingibjörg Ýr og Brahms"

Lokatónleikar Reykholtshátíðar bera yfirskriftina "Ingibjörg Ýr og Brahms". Á tónleikunum verður frumflutt nýtt tónverk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur fyrir sópran og píanókvintett við texta borgfirska ljóðskáldsins Þorsteins frá Hamri. Í tilefni af 25 ára afmæli Reykholtshátíðar mun stofnandi hátíðarinnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir koma fram í píanókvartett Mozarts í g-moll. Eftir hlé hljómar hinn stórbrotni strengjasextett í B-dúr eftir Brahms.

Aðrir viðburðir