Fara í efni

Jólaþorp Narfeyrarstofu

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 12 desember
Hvar
Narfeyrarstofa, Aðalgata, Stykkishólmur
Klukkan
14:00-16:00

Jólaþorp Narfeyrarstofu

Jólaþorp Narfeyrarstofu

Laugardagana 21. og 28. nóvember og 5. og 12. desember mun Narfeyrarstofa, Valli í Friðbjörgu ásamt hjónunum í Bjarnarhöfn, Siggu og Brynjari vera með tjaldið á Narfeyrarstofu opið frá 14:00-16:00. 

Jólastemning, við kveikjum upp í útiarninum, hlustum á jólalög og njótum samverustundarinnar saman. Kvenfélagið verður með vísir af basarnum sínum. Valli kemur með sinn frábæra harðfisk, Sigga og Brynjar munu vera með kjötið sitt sem þau eru búin að hantera til sölu. 

Narfeyrarstofa mun vera með sölu á forréttum til að hafa með jólamatnum en einnig verður jólaglögg, heitt súkkulaði og ristaðar hnetur til sölu. 

Helgina 21. og 28. nóvember verður hægt að panta jólagjafaöskjurnar okkar og vinsælu gjafabréfin okkar

Aðrir viðburðir