Jólabókaflóðið í Grundarfirði
Skólabókasafnið og Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsa með stolti þennan glæsilega viðburð.
4. desember n.k. kl 17 ætlum við að skella upp nokkursskonar pallborðsumræðum í Samkomuhúsinu okkar en þá fáum við frábæra rithöfunda í heimsókn.
Það eru þau Bergrún Íris Sævarsdóttir, Hjalti Halldórsson, Embla Bachmann og Hildur Knútsdóttir sem mæta í samkomuhúsið og ætla að sitja fyrir svörum barnanna úr grunnskólanum.
Katrín Lilja Jónsdóttir stofnandi Lestrarklefinn.is ætlar að opna viðburðinn og halda utan um dagskrána.
Höfundarnir lesa upp úr verkum sínum, árita bækur og þetta verður frábærlega gaman og skemmtilegt.
Aðgangur er ókeypis og við hvetjum alla og ömmur þeirra til að mæta.
Takið frá 4. des og mætum í samkomuhúsið.