Tröllið Tufti og Brian Pilkington á Bókasafninu!
Það verður sannkölluð gleðistund á Bókasafninu laugardaginn 5. október þegar tröllið Tufti Túnfótur kemur í heimsókn ásamt besta vini sínum Brian Pilkington!
Brian Pilkington þarf vart að kynna en hann hefur verið ötull höfundur og myndskreytir barnabóka til margra ára en Brian mun kynna tröllamyndirnar sínar fyrir öllum bókaormum og upprennandi listamönnum.
Með honum í för kynnum við með stolti þriggja metra háa tröllið Tufta sem verður á svæðinu að kynnast gestum og gangandi og bjóða upp á bestu knúsa Íslands.
Látið þennan einstaka viðburð sem formlega opnar Menningarmánuðinn október ekki fram hjá ykkur fara!