Fara í efni

Troika, samsýning

Til baka í viðburði
Hvenær
6. febrúar - 23. maí
Hvar
Listasafn Árnesinga Art Museum, Reykjamörk, Hveragerði
Klukkan
12:00-17:00

Troika, samsýning

тройка

Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon & Tumi Magnússon

6. febrúar – 23. maí 2021

 

Rússneska orðið troika, тройка, þýðir einfaldlega “hópur þriggja,” stundum þýtt þríeyki. Orðið getur átt við rússneskan þjóðdans þriggja dansara, eða ungverskan hestvagn sem dreginn er af þremur hestum sem eru beislaðir með löngu bili á milli framan við sleða eða vagn. Yfirleitt er miðjuhesturinn látinn brokka á meðan ytri hestarnir eru á stökki. Troika er líka orð sem notað er í yfirfærðri merkingu til að lýsa þrem jöfnum leiðtogum sem vinna saman í hópi: þríeyki. Það skiptir ekki máli hvaða skilgreiningu á orðinu við veljum, troika þýðir alltaf hraðvirkur og samheldinn hópur. Það mun vera í höndum áhorfandans að velja hver þeirra sem taka þátt í sýningunni á Listasafni Árnesinga muni brokka, og gæti bilið á milli þeirra einnig breyst milli verka og með tímanum. Það er hins vegar ljóst að sá sáttmáli sem myndast hefur fyrir þessa sýningu og takturinn sem hún fylgir, mun styrkja þær huglægu tengingar sem myndast hafa milli þessara þriggja listamanna.

Listamennirnir þrír hafa fylgst að í gegnum árin af mismiklum krafti, stundum á brokki, stundum á stökki, eða á líðandi tölti. En það sem þau eiga sameiginlegt er að það sem gæti við fyrstu sín virst eins og klassískur “íslenskur minimalismi” – lágstemmd, áþreifanleg abstraktlist – gæti eftir allt saman verið að hylja dálítið annað. Eftir þýðingar og endurstillingar virkar þessi sýning eins og rússnesk dúkka, Matryoshka, þar sem nánast hvert einasta verk felur annað verk innra með sér. Það væri jafnvel hægt að kalla sýninguna Trojuhests-Troiku.

Sýningarstjóri: Jonatan Habib Engqvist

https://peturmagnusson.is/

https://www.tumimagnusson.com/

https://kristjansteingrimur.is/

 

 
 
 
 

 

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll