Fara í efni

Þórsgötuhlaupið

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 12 september
Hvar
Húsadalur
Klukkan
13:00

Þórsgötuhlaupið

Laugardaginn 12. september fer Þórsgötuhlaupið í Þórsmörk sem haldið er í sjöunda sinn árið 2020.  Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup. Hlaupið fer fram í Þórsmörk með rás og endamark í Húsadal.

Tímasetning og staður
Ræsing 12. september 2020 kl 13:00 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Vegalengd
12 km hlaup.

Hlaupaleið
Hlaupin er svokallaður Tindfjallahringur. 12 km hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Hér má sjá leiðina á korti.

Skráning og þátttökugjöld
Opnað hefur verið fyrir skráningu á hlaup.is og eru þátttökugjöld sem hér segir:

  • Skráningar frá 1. apríl - 30.júní: kr. 7.900
  • Skráningar frá 1. júlí - 10. september: kr. 8.900
  • Skráningar frá 11. september - 12. september: kr. 12.900

Lokað verður fyrir netskráningu kl. 21:00 föstudaginn 11. september, en skráning á staðnum er möguleg til kl. 12:00 þann 12. september.

Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er hægt að bóka gistingu í Húsadal hér á vefsíðunni

Athugið að hámarksfjöldi í hlaupið fyrir árið 2020 er 250 manns

Verðlaun
Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna

Endurgreiðsla
Endurgreiddur er hluti þátttökugjalds vegna forfalla ef óskað er eftir því sem hér segir:

Fyrir 1. júlí: 50% endurgreiðsla

Ósk um endurgreiðslu þarf að berast á netfangið volcanohuts@volcanohuts.com. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, upplýsingar um bankareikning og símanúmer, auk rafrænnar greiðslukvittunar sem berst á þitt netfang við skráningu.

Aðrar upplýsingar
Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og með stikum. Engar drykkjastöðvar verða en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu hlaupsins www.husadaur.is

Kr. 7.900

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll