Fara í efni

Þingvellir - Saga & náttúra.

Til baka í viðburði
Hvenær
12.-12. júlí
Hvar
Þingvallakirkja
Klukkan
14:00-15:00

Þingvellir - Saga & náttúra.

Landverðir leiða göngur í júlí um þinghelgina - hinn gamla þingstað. Gangan er fremur létt og tekur um klukkutíma. Farið er yfir sögu og náttúru svæðisins. Hver ganga tekur mið af hverjum landverði sem fléttir sitt áhugasvið inn í gönguna. 

Þinghelgin er hinn eiginlegi forni þingstaður. Þarna var þing háð frá 930 - 1798 í ægifögru umhverfi mótað af tugþúsunda ára gamalli jarðsögu. Á fáum stöðum eru flekaskil jarðskorpunnar jafn greinileg og á Þingvöllum. Þannig mótaði jarðfræðin einstakt umhverfi fyrir stað sem síðan varð þungamiðja í örlögum einstaklinga eftir að land byggðist. Hér voru lög ákveðin, dómar kveðnir upp og síðar refsingum framfylgt. 

Þá hefur fjölbreytt flóra gróurs og dýralíf þróast á svæðinu. Bæði þurft að þola ágang manna í þúsund ár en svo notið friðunar frá stofnun þjóðgarðs. 

Gangan hefst við Þingvallakirkju.


Ókeypis

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll