Fara í efni

Salomon Hengill Ultra Trail 2022

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 3 júní
Hvar
Skyrgerði
Klukkan
08:00-20:00

Salomon Hengill Ultra Trail 2022

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í ellefta sinn dagana 3. og 4. júní 2022. Á þessari stórbrottnu hlaupaleið voru yfir 1300 keppendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegar hlaup Íslands.

Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km, einnig bætist þá við 160km braut sem er 100 mílur og verður áfram boðið upp á þá vegalengd. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!

Næsta sumar verður boðið upp á nýjar útgáfur eða flokka í Salomon Hengil Ultra Trail 2022. Í boði verða miðnætur útgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Ræsing í þá flokka verður klukkan 22:00 föstudagskvöldið 3. júní og verða aðeins 100 keppendur í 26 km og 53 km og 200 keppendur í 10 km brautina en sú braut var kynnt ný inn í sumar og sló rækilega í gegn enda mikil ævintýra slóð.

Fyrst og fremst er þetta hugsað sem vöruþróun og aukin fjölbreytni fyrir okkar fjölmörgu fasta hlaupara. Um leið dreifir þetta álaginu á brautina og tryggir þeim sem leggja upp í 106 km hlaupið á sama tíma félagsskap í brautinni.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 25km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. 50km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar og þrisvar fyrir 160km leiðina. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa Karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu, þar verða einnig allir brautarfundi fyrir hverja vegalengd fyrir sig ásamt verðlaunaafhentingu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.

Þátttaka í Hengil Ultra gefur UTMB punkta

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll