Fara í efni

Matur & Bjór á Midgard Base Camp

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 27 febrúar
Hvar
Midgard Base Camp & Restaurant, Hvolsvöllur
Klukkan
19:00

Matur & Bjór á Midgard Base Camp

Við hjá Midgard ætlum að slá upp heljarinnar veislu laugardaginn 27. febrúar 2021 þar sem við pörum saman dýrindis mat og bjór. Þetta er í annað skiptið sem við skipuleggjum svona kvöld. Í fyrra komust færri að en vildu! Þetta var ekkert smá gaman og virkilega vel heppnað!
Bjór matur og bjór pörun!
Karl Peterson kokkurinn okkar er búinn að setja saman bjór matseðil, þar sem allur maturinn er eldaður uppúr bjór og passar vel við bjór.
Bjórsérfræðingar hafa svo tekið saman bjóra sem passa við matinn og ætla að fræða okkur um hinar ýmsu bjórtegundir.
(Valkvætt) Kl 16:00 Við byrjum daginn á léttri göngu um nærsvæði okkar og endum gönguna auðvitað á bjór.
(Valkvætt) Kl 17:30 Bjór yoga! 30 mín Yoga tími þar sem megin áherslan er á að hella ekki niður bjórnum.
19:00 - Fordrykkur
19:30 - Matur
Matseðillinn er á þennan veg:
*Forréttur: Heitreytkt laxamús, reykt með humlum - borin fram á þunnu ristuðu súrdeigsbrauði.
*Aðalréttur: Al-Íslenskur lambaskanki soðinn upp úr Stout og rótargrænmeti. Kartöflumús, með osti og bjór.
*Eftirréttir: 3rétta eftirréttur - "Tarte" - Peru tart, súkkulaði tart með súkkulaði stout, bláber og hvítt súkkulaði tart.
Fordrykkjar, forréttar, aðalréttar og eftirréttar bjórar.
Við lofum miklum mat og mörgum smakk-bjórum á allri bjór-bragðpallettunni.
Verð fyrir þennan pakka er einungis 12.900 kr. á mann.
Verð fyrir pakkann hér að ofan og gistingu í uppábúinni koju 17.000 kr. á mann. Kojuherbergin eru 4 eða 6 manna.
Verð fyrir þennan pakka og gistingu í 2manna herbergi (miðað við tvo í herbergi) 19.850 kr. á mann.
Mjög takmarkað sætaframboð.
Tekið er á móti skráningum á sleep@midgard.is.
Hlökkum til að sjá ykkur! Kveðja, Midgard Fjölskyldan

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll