Fara í efni

HARMLJÓÐ UM HEST

Til baka í viðburði
Hvenær
26. febrúar - 26. febrúar
Hvar
Listasafn Svavars Guðnasonar
Klukkan

HARMLJÓÐ UM HEST

Ljósmyndaverkið Harmljóð um hest varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Verkið er að sögn Hlyns sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands. Hlynur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig umhverfið mótar okkur, hversu nátengd við erum náttúrunni og hvernig hún endurspeglar hugsanir okkar og tilfinningalíf. Verkið er leið Hlyns til að kanna hið mannlega og hið náttúrulega, hvernig ólík blæbrigði veðráttu og tilfinninga birtast og breytast frá einni árstíð til annarrar, og hvernig andstæðir pólar eins og birta og myrkur, mýkt og harðneskja, fegurð og ljótleiki móta bæði náttúru og einstaklinga.
 
Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir.

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll