Fara í efni

KIMI: Afkimar

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 10 júlí
Hvar
Skálholt Cathedral, Iceland, Skálholt
Klukkan

KIMI: Afkimar

Á efnisskránni eru einungis ný eða nýleg verk, þar af þrjú verk sem samin eru sérstaklega fyrir KIMA. Það eru verkin Óratoría (2018) eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson, Bittersweet (2019) eftir breska tónskáldið Nick Martin og frumflutningur á verkinu Like dreams of the dawn and

scarecrows of the night (2020) eftir gríska tónskáldið Christos Farmakis. Þar fyrir utan verður íslenskur frumflutningur á tveimur verkum; annars vegar á verkinu Piece for the middle seat (2019) eftir bandaríska tónskáldið Jessie Marino og hins vegar á verkinu Lieder und Intermezzi (1996), eftir

Atla Heimi Sveinsson. Marino blandar gjarnan saman aðferðum úr sviðslist og tónlist, og notar oftar en ekki húmor til að varpa ljósi á skoplegar hliðar mannlegrar hegðunar. Það kallast á við ofangreint verk Finns Karlssonar þar sem hann beitir fyrir sig hinum ýmsu hikorðum í íslenskri tungu. Verkið

Lieder und Intermezzi eftir Atla Heimi er nokkuð dularfullt og finnast hvergi heimildir um hvenær eða hvar það var frumflutt – svo þessi flutningur gæti allt eins verið sá fyrsti. Hægt er að lesa meira um flytjendurna og dagskrá þeirra á heimasíðu okkar http://www.sumartonleikar.is/ 

 

Ókeypis

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll