Fara í efni

Gullspretturinn

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 11 júní
Hvar
Klukkan
11:00

Gullspretturinn

Vegalengd og leið
Hlaupið verður í kringum Laugarvatn yfir ár, mýrar, móa með frjálsri aðferð. Vegalengdin er ca. 8,5 km og drykkjarstöð verður við Útey eftir að Hólárós hefur verið vaðinn.Tímataka fer fram með flögum.

Skráning og þátttökugjald
Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Forskráning á netinu hefst 10. apríl kl 18:00 og er opin til kl. 20 fimmtudaginn 9. júní. Afhending gagna hefst kl. 8 á hlaupdag. Hámarksfjöldi þátttakenda er 300 manns í forskráningu. Eftir að hámarksfjölda er náð, þá verður hægt að skrá sig á biðlista.

Þátttökugjald er kr. 5.000. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála.
Ath! Börn 14 ára og yngri verða að hlaupa í fylgd með fullorðnum. Skráningargjald 1.000 krónur fyrir þau.

Athugið að hægt verður að afskrá sig og fá þátttökugjöld endurgreidd til og með 31. maí. Eftir það verður ekki endurgreitt, en óskað er eftir að hlauparar tilkynni forföll svo hægt verði að bjóða þeim sem eru á biðlista sæti í hlaupinu.
Ekki verða framkvæmdar nafnabreytingar.

Flokkaskipting og tímataka
Keppt verður í karla og kvennaflokki.

Verðlaun
Verðlaun fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki og vegleg útdráttarverðlaun.
Þátttakendum boðið upp á hverabrauð Erlu, Egils gull, Kóknómjólk, Hleðslu og reyktan silung frá Útey að loknu hlaupi.

Annað
Aðgangur að baðstaðnum, Laugarvatn Fontana er innifalinn. En hann er einmitt byggður yfir gömlu gufunni þar sem þátttakendur böðuðu sig á fyrstu árum Gullsprettsins.

Einnig er aðgangur að sundlauginni á Laugarvatni innifalinn

Til að forðast umferðaröngþveiti niður við vatn er þátttakendum bent á að leggja bílum sínum á malarvellinum sunnan við íþróttahúsið.

Nánari upplýsingar
Hjá Grímu á netfangi: grima@ml.is

https://www.facebook.com/Gullspretturinn/

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll