Fara í efni

Gönguferð á Bláfell

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 22 ágúst
Hvar
Bláfell
Klukkan
11:00-16:00

Gönguferð á Bláfell

Ekið er upp Biskupstungur og framhjá Gullfossi og haldið áfram inn á Kjalveg F35. Malbikað er langleiðina inneftir en síðustu 10 km er malarvegur. Eftir að keyrt er yfir Grjótá þá er keyrt upp Bláfellshálsinn. Þegar upp er komið má finna útskot/gömul náma á hægri hönd. Þar er gott að leggja og er þaðan stikuð leið að fjalllinu.

Gangan byrjar kl 11 og tekur um 5 klst. Nokkuð greiðfært er á fjallið en bratt til að byrja með og grýtt þegar upp er komið. Þetta er nokkuð krefjandi ganga. Póstkassinn stendur við mastrið á hátindi fjallsins og þaðan er stórglæsilegt útsýni.

Bergþór var bergrisi sem bjó í helli í Bláfelli. Kona hans hét Hrefna. Berþór gjörði mönnum ekki mein er ekki var gjört á hans hlut. Hann þótti forspár og margvís. Þegar landið kristnaðist leiddist Hrefnu og flutti sig norður yfir Hvítá í Hrefnubúðir. Berþór sóttist eftir því að fá legstað í Haukadal og hét bóndanum þar launum. Fjársjóður Bergþórs er sagður vera í Bláfellinu en hefur aldrei fundist. Leiði Berþórs í Bláfelli er utan kirkjugarðs við Haukadalskirkju. Margar fleiri sögur eru til af Bergþóri í Bláfelli. 

frítt

Aðrir viðburðir

6.-20. ágú

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll