Fara í efni

Ganga í Hrunamannahreppi (Þórarinsstaðir-Háhnjúkur-Hildarsel-Þórarinsstaðir)

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 12 ágúst
Hvar
Flúðir
Klukkan
19:00-22:00

Ganga í Hrunamannahreppi (Þórarinsstaðir-Háhnjúkur-Hildarsel-Þórarinsstaðir)

Lagt af stað kl. 19:00 frá Þórarinsstöðum. Þaðan er gengið á Háhnjúk. Útsýnið þaðan er glæsilegt þó að það ráðist augljóslega af veðri. Þaðan verður gengið niður í Hildarsel sem er eyðibýli og er nú orðið hluti af landi Berghyls. Í Hildarseli eru tóftir eftir búsetu, sem og Hildarselsfoss í Litlu-Laxá en foss þessi fær gjarnan önnur heiti þegar um hann er rætt. Ef tími gefst til má skoða annan foss rétt ofar í ánni. Síðan er gengið til baka að Þórarinsstöðum. Áætlaður göngutími er u.þ.b. 3 klst. Gangan hefst á langri brekku upp að Háhnjúki en eftir það ætti gangan ekki að vera erfið. Kristín Erla Ingimarsdóttir á Þórarinsstöðum og Sigurjón Snær Jónsson á Berghyl leiða gönguna.

frítt

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll