Fara í efni

Fótboltaminigolf

Til baka í viðburði
Hvenær
10. júní - 1. september
Hvar
Hotel Vatnsholt, Árnessýslu
Klukkan
10:00-22:00

Fótboltaminigolf

Höfum opnað Fótboltaminigolfsvöllinn okkar. Allt klappað og klárt. Nú er bara að hringja og tryggja sér völlinn í tíma í síma 899 7748 eða senda póst á info@hotelvatnsholt.is

Algjörlega frábær afþreyjing fyrir fjölskyldur, vinahópa, gæsa og steggjahópa, saumaklúbba, veiðiklúbba, og alla hina.
Bjóðum uppá léttan hádegisverð og svo rjúkandi vöfflur um miðjan daginn.
Erum einnig með geggjaðan leikvöll fyrir krakkana ykkar sem þau geta nýtt sér á meðan foreldrarnir fá smá frí í sveitadýrðinni okkar

Verðskráin okkar :
12 ára og eldri: 1500 kr pr mann
6-11 ára : 750 kr pr. mann
1-5 ára : Frítt
---
Það er boltaleiga hjá okkur og kostar boltinn 500 kr en öllum velkomið að koma með sinn eigin.

Völlur sem tekur max 20 manns í einu og það tekur uþb. 1 klukkutíma að fara brautina.

Eftir leikinn er upplagt að kíkja inn til okkar og snæða léttan málsverð eða svala þorstanum eftir átökin, verðum með frábær verð í gangi á veitingum og gistingu
Nánari upplýsingar á info@hotelvatnsholt.is eða í síma 899 7748

Pantið tímanlega til að ná plássi

0-1500

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll